Allar námsleiðir stuðla að listrænum þroska, aukinni líkamsvitund, félagsfærni, velferð og hreysti. Námið hvetur til skapandi hugsunar, eflir sjálfstæði og sjálfstraust og veitir þar af leiðandi dýrmætt veganesti út í lífið.
DANSLISTARSKÓLI JSB
Við bjóðum upp á vandað listdansnám fyrir börn og unglinga
í takt við kröfur samtímans
Listdansbraut
Jazzballettnám
Hvað gerum við?
Allar námsleiðir stuðla að listrænum þroska, aukinni líkamsvitund, félagsfærni, velferð og hreysti. Námið hvetur til skapandi hugsunar, eflir sjálfstæði og sjálfstraust og veitir þar af leiðandi dýrmætt veganesti út í lífið.
Síðan 1967

Fréttir
ÍD í heimsókn hjá 7. stigi
Eydis Rose Vilmundardóttir og Una Björg Bjarnadóttir, dansarar í Íslenska
ÍD í heimsókn hjá 7. stigi
Eydis Rose Vilmundardóttir og Una Björg Bjarnadóttir, dansarar í Íslenska
DANS INTENSIVE með Kristínu Marju og Gretu Dato
Dagana 16.-18. desember leiða Kristín Marja (ballettkennari í JSB) og
DANS INTENSIVE með Kristínu Marju og Gretu Dato
Dagana 16.-18. desember leiða Kristín Marja (ballettkennari í JSB) og
Fjölbreyttir tímar fyrir alla aldurshópa
Afhverju ættir þú að skrá þig í dansnám í JSB?
Viðurkennt faglegt nám
Faglegir kennarar
Sterkt samfélag og félagslíf
Fjölbreytt nám
Hittu teymið okkar
Hvað segja fyrrum nemendur?

Inga Maren og Sóley 4 ára
Ég stundaði nám hjá Jsb frá 5 ára aldri til tvítugs, sem skildi eftir sig góðar minningar, góða vini og góðan undirbúning fyrir framhaldsnámið mitt. Skólinn veitir gott aðhald og undirbýr nemendur vel tæknilega og ekki síður þegar kemur að skapandi vinnu, sem er sérstaklega mikilvægt þegar upprennandi danshöfundar eru að prófa sig áfram. Það er merkilegt að finna vináttu sem helst í áranna rás í tómstundum en sá jákvæði andi og góða orka sem finna má í Danslistarskóla JSB er ágætis undirstaða til þess að byggja vináttu á. Nú er dóttir mín Sóley byrjuð að dansa í JSB og ég vona að hún eigi eftir að eignast jafn fallegar minningar og vini og ég. Þegar öllu er á botninn hvolft er það jú það sem mestu máli skiptir, að börnunum líði vel og séu í skapandi og hvetjandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til þess að vaxa og dafna.

Amanda Líf
„Ég útskrifaðist af listdansbraut JSB 2018 eftir yndislegt 10 ára nám við JSB. Námið undirbjó mig mjög vel bæði tæknilega og listrænt fyrir frekara nám í samtímadansi. JSB einkennist af faglegum og skemmtilegum kennurum og fjölbreyttum tímum. Jazz, samtímadans og klassískur ballet tækni í bland við bæði kóreógrafíu og spuna gerði mig að fjölbreyttum og forvitnum dansara. Ég kom út úr skólanum með virkilega góða floorwork tækni og sterkan listrænan karakter sem hjálpaði mér að takast á við bæði inntökupróf og svo námið sjálft í LHÍ. Ég hef mikla trú á því að JSB skili af sér hæfileikaríku og metnaðarfullu danslistafólki.“ Amanda Líf, útskriftarnemi af listdansbraut JSB 2018

Linda Rún
„Listdansbrautin er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Námið er ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt, kennararnir eru yndislegir og maður kynnist svo mikið af skemmtilegu fólki. Mæli 100% með að fara á listdansbrautina!“ – Linda Rún, útskriftarnemi af listdansbraut 2020

Ástrós Gabríela
„Þegar ég byrjaði á 1.ári listdansbrautar JSB hefði mér aldrei dottið í hug öll reynslan og tækifærin sem ég hef upplifað, og allar vinkonurnar sem ég hef eignast. Þessi 3 ár eru búin að vera svo ótrúlega skemmtileg en á sama tíma mjög krefjandi. Ég er svo þakklát fyrir JSB fjölskylduna mína.“ Ástrós Gabríela, útskriftarnemi af listdansbraut JSB 2020

Arna Sif Gunnarsdóttir og Alma Katrín 5 ára.
Ég heiti Arna Sif og var nemandi hjá Danslistarskóla JSB frá 12 ára þar til ég útskrifaðist af danslistarbraut þá rétt rúmlega tvítug. Ég man enn þá fyrsta daginn minn. Þegar ég kom inn í danssalinn þá upplifði ég hlýlegt andrúmsloft og ég man að það var alltaf tekið svo vel á móti mér, og svoleiðis var það alla skólagönguna. Það má segja að skólinn hafi verið mitt annað heimili og þar kynntist ég mínum bestu vinkonum sem ég á enn þann dag í dag. Skólinn leggur mikinn metnað í kennsluna og skapar hún sterkan grunn fyrir nemendur sem vilja halda svo áfram út í atvinnulífið sem dansarar. Sjálf hef ég verið í söngleikjum á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í 5 ár sem atvinnudansari og er það að stórum hluta náminu mínu í Danslistarskóla JSB að þakka. Nú er dóttir mín, 5 ára, að stíga sín fyrstu skref í skólanum


