jsb_logo

Um kennara

Linda Ósk Valdimarsdóttir

Kennari

Um kennara

Linda hefur alla tíð haft djúpa ástríðu fyrir dansi og hóf nám í ballett aðeins fjögurra ára gömul á Ítalíu. Frá sex ára aldri hefur hún verið tengd JSB og útskrifaðist árið 2010 af Listdansbraut skólans.

Að námi loknu starfaði Linda sem dansari og danshöfundur í fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarmenn, tónlistarmyndbönd, hátíðir og sýningar. Hún stofnaði einnig dansflokkinn Rebel ásamt sjö öðrum dönsurum, sem sýndi víða um land, kom fram í sjónvarpsþættinum Dans Dans Dans og tók þátt í fjölmörgum verkefnum. Í kjölfar vinsælda hópsins stofnaði hún, ásamt annarri, Rebel Dance Studio, þar sem hún kenndi og stýrði danskennslu um árabil.

Síðar hélt Linda til Danmerkur þar sem hún lauk námi við Danseuddannelsen ved Sara Gaardbo, framúrstefnulegan skóla með áherslu á nútímadans og street-dans. Þar átti hún fjölbreytt tækifæri sem dansari. Samhliða því starfaði hún m.a. sem danskennari við Malmö Dansakademi, stærsta dansskóla suðurhluta Svíþjóðar, þar sem hún var höfuðkennari og danshöfundur sýningahóps skólans.

Linda hefur nú yfir 18 ára reynslu sem danskennari, bæði hérlendis og erlendis, og hefur samið fjölda atriða fyrir nemendasýningar, Unglist og danskeppnir. Eitt af verkum hennar vann sem fyrsta íslenska dansatriði gullverðlaun á Dance World Cup í jazzdansi.