jsb_logo

Jazzballett – Forskóli

  • shape
  • shape
Forskólanám JSB

Nám í forskólanum

Jazzballettnám er fyrir alla

Danslistarskóli JSB sérhæfir sig í jazzballett.

Jazzballettnám er vinsælt og fjölbreytt dansnám sem hefur þróast á hátt í 60 ára starfsferli skólans. Jazzballettnám er tómstundamiðað og við allra hæfi. 

 

Nám í forskólanum er góður undirbúningur fyrir jazzballettnám. 

 
Námslýsing 

Forskólanámið er skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir ung börn. Nemendur, jafnt stelpur sem strákar, eru teknir inn í forskólann frá 3 ára aldri. Engin sérstök inntökuskilyrði eru í forskólanámið.

Kennsluefni miðast við aldur og þroska nemenda. Dansgleði og hreyfifærni nemenda er virkjuð í gegnum dans og leiki. 

Niðurröðun í hópa

Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Forskólanámið er fyrir öll börn á aldrinum 3-5 ára.

Kennslufyrirkomulag

Skólaárinu er skipt í haustönn og vorönn. Tímabilið miðast við skiptingu anna í grunnskólum.

Kennsla fer fram síðdegis og um helgar, þ.e. eftir hefðbundinn skólatíma. Kennt er 1x í viku í 45 mínútur í senn. 

Dansþjálfunin

Eftirfarandi þættir liggja til grundvallar dansþjálfuninni: 

  • Samhæfing líkamshreyfinga
  • Dansspuni og leikræn tjáning
  • Tónskynjun og túlkun hreyfinga við tónlist
  • Dansgleði og sjálfsöryggi
Markmið kennslu og hæfniviðmið

Í jazzballettnámi er lögð áhersla á dansgleði. Nemendur eru hvattir til dáða og örvaðir til framfara. Árangursmarkmið eru einstaklingsbundin, miðuð við aldur og þroska nemandans.

Sýningar og viðburðir

Hluti af skipulagi námsins er uppsetning danssýninga. Í lok hverrar annar eru haldar formlegar eða óformlegar sýningar þar sem nemendur fá þjálfun í miðlun og sviðsframkomu. 

Í lok haustannar bjóða nemendur fjölskyldu og vinum á “opið hús” þar sem gestir fá innsýn í dansnámið og verkefni nemenda í hefðbundnum kennslustundum. 

Allir nemendur skólans taka þátt í viðamikilli nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori. Í gegnum undirbúningsvinnu sýningar fá nemendur ómetanlega þjálfun í sviðsframkomu, tjáningu, samstarfi og félagslegri færni svo fátt eitt sé nefnt.