- 06.11.2025
Dagana 16.-18. desember leiða Kristín Marja (ballettkennari í JSB) og Greta Dato kraftmikið DANS INTENSIVE!
Nútímadans – ballett – spuni – repertoire
Kristín Marja og Greta störfuðu saman hjá dansflokknum Hessisches Staatsballet í Þýskalandi og færa trausta fagþekkingu og sviðsreynslu beint inn í stúdíóið.
Kristín Marja er dansari, danshöfundur og kennari.
Hún útskrifaðist úr klassískri deild Konunglega sænska ballettskólans og hefur starfað bæði erlendis og hér á landi sem atvinnudansari frá 2018. Hún hóf ferilinn hjá ballettflokknum Oper Graz, þar sem hún dansaði sem sólóisti í tvö ár, áður en hún gekk til liðs við Hessisches Staatsballett í Wiesbaden — einnig sem sólóisti.
Kristín hefur komið fram í fjölmörgum sýningum, dansað í sólóhlutverkum og unnið með þekktum danshöfundum á borð við Sharon Eyal, Damien Jalet, Edward Clug, Tim Plegge, Eyal Dadon, Jo Strømgren, Lotem Regev, Andreas Heise og fleiri. Hún samdi verkið Adrift fyrir Hessisches Staatsballett og hefur jafnframt starfað sem sjálfstæður listamaður, m.a. í Moulin Rouge og The Phantom of the Opera.
Greta Dato er dansari og kennari, menntuð við M.A.S. í Mílanó og Balletto di Toscana í Flórens.
Hún hóf atvinnuferil sinn 18 ára og dansaði með Balletto di Milano og hjá Fondazione Arena di Verona, síðar sem sólóisti hjá Staatstheater Cottbus (2014–2017). Hún var tilnefnd „Dansari ársins“ af TANZ (2015) og hlaut Max- Grünebaum-verðlaunin (2016). Á árunum 2017–2025 dansaði hún með Hessisches Staatsballett og kom fram í verkum m.a. eftir Ohad Naharin, Damien Jalet, Sharon Eyal, Xie Xin, Imre & Marne van Opstal, Nadav Selnar, Kor’sia og Edward Clug.
Hún hlaut áhorfendaverðlaun Friends of the Hessisches Staatsballett árið 2024.
Frá júní 2025 starfar hún sjálfstætt, m.a. með Tanztheater Erfurt í nýja verkinu Ein Schritt von Dir eftir Ester Ambrosino. Hún kennir einnig ballett og samtímadans og heldur vinnustofur fyrir dansara á öllum aldri.
Námskeiðið er opið öllum 16 ára og eldri!
16.-18. desember 2025
kl. 10:00-14:00 í Danslistarskóla JSB
Verð: 15.000 kr.
Skráning hér: https://www.abler.io/shop/jsb











