
Sara Lind Guðnadóttir, dansari í Íslenska dansflokknum og fyrrverandi nemandi & kennari í JSB heimsótti forskólahópana okkar í síðustu viku og dansaði með þeim brot úr sýningunni Jóladraumar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu þessa dagana.
Höfundur sýningarinnar er Inga Maren Rúnarsdóttir sem er einnig fyrrverandi nemandi & kennari í JSB.
Dásamleg heimsókn í aðdraganda jólanna!