Elín byrjaði í ballett 3 ára en hóf dansnám í JSB þegar hún var 6 ára. Samhliða JSB stundar hún nám á listdansbraut MH.
Elín hefur keppt fyrir hönd skólans á Global Dance Open og Dance World Cup, bæði með sólóa og hópatriði. Hún hefur einnig farið á námskeið og í fjölda danstíma erlendis.
Elín hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum innan og utan skóla, meðal annars dansað fyrir RÚV í Sögum og Stundinni okkar, dansað í vidjóverkefnum og á ótal mörgum nemendasýningum.