jsb_logo

Um kennara

Inga Sóley Kjartansdóttir

Kennari

Um kennara

Inga Sóley byrjaði að dansa hjá JSB 9 ára gömul og hefur síðan þá haft mikla ástríðu fyrir allskonar dansi. Úr JSB lá leiðin í Listaháskólann í Olsó (KHIO) en þar er hún núna á þriðja og síðasta árinu á jazzbraut. Þessa önnina er hún í skiptinámi í Listaháskóla Íslands á samtímadansbraut og kennir í JSB samhliða því.

Inga Sóley hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum meðal annars Reykjavík Dans Festival 2025 í verki eftir Luis Lucas. Hún hefur dansað á Oslo Runway 2024 í verkefni með Lieu Lie, dansað í ýmsum tónlistarmyndböndum og öðrum smærri verkefnum. Þá hefur hún keppt á Dance World Cup fjórum sinnum og dansar nú í sumar með danskompaníi DWC, Dance World Cup in association with Richard Wherlock, Ballet Contemporary Company þriðja árið í röð.