jsb_logo

Um kennara

Júlía Kolbrún Sigurðardóttir

Kennari

Um kennara

Júlía Kolbrún lauk BA-prófi í samtímadansi við Listaháskóla Íslands vorið 2021 og hefur síðan starfað sem dansari, danshöfundur, kennari og framleiðandi. Hún hóf formlegt nám sitt í Listdansskóla Hafnarfjarðar og hélt þaðan áfram í Listdansskóla Íslands, þar sem hún útskrifaðist með stúdentspróf í samstarfi við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 2018.

Júlía starfar með pönkhljómsveitinni The Boobsweat Gang og dansflokknum Project Hofie, þar sem hún eflir þekkingu sína og reynslu sem dansari og danshöfundur í samstarfi við fjölbreytta listamenn.

Júlía er einnig einn af framleiðendum og danshöfundum söngleiksins Kabarett, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2026. Þá er hún einnig framleiðandi hjá Dægurflugum, sem skapa vettvang fyrir nýsköpun og þróun í sviðslistum með verkefnum sem verða til á einungis 24 klukkustundum. Hópurinn starfar í nánu samstarfi við norska hópinn Døgnfluer, sem hefur sama markmið.