Um kennara
Rebecca Hidalgo er dansari, danshöfundur, listrænn stjórnandi og kennari frá New York.
Hún hefur stundað nám í dansi frá unga aldri, m.a. ballett, jazzdans, steppdans, samtímadans, afró-haítískan dans og ýmsa götudansstíla. Hún útskrifaðist frá NYU Tisch School of the Arts árið 2015 (B.F.A. Drama) og hefur starfað á mörgum sviðum sviðslista, þar á meðal dansi, leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi, tónlist og sirkus.
Í Bandaríkjunum sýndi hún m.a. „Cirque du Nuit/Alterra Productions“, „House of Yes“ og „Tactile Movement Collective“. Frá því að hún flutti til Íslands árið 2018 hefur hún starfað bæði sem dansari og danshöfundur í ýmsum uppsetningum bæði í Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðum leikhúsum og menntaleikhúsum, þar á meðal í „We Will Rock You“, „Kardemommubærinn“, „Umskiptingur“, „Rómeó og Júlía“, „Fame“ og „Something Rotten“.
Árið 2022 vann hún Grímuverðlaun fyrir bestu kóreógrafíu og sviðshreyfingar í Rómeó og Júlía.
Rebecca hefur unnið í mörg ár við að semja og dansa fyrir drag & queer næturlífið í New York og í Reykjavík. Árið 2017 var hún dansari fyrir sigurvegara Rupaul’s Drag Race, Sasha Velour, og frá 2021-2024 var hún danshöfundur og listrænn stjórnandi árlegu sýningarinnar „Drag Djók“.
Rebecca kennir nú contemporary jazz á Listdansbraut JSB.




