Rebekka Sól hóf nám hjá JSB árið 2010. Hún stundaði nám á grunnstigi listdansbrautar til ársins 2016 og hóf síðar nám á framhaldsskólastigi og útskrifaðist þaðan árið 2019. Á þeim tíma tók hún þátt í ótal verkefnum og nemendasýningum á vegum skólans.
Eftir nám hjá JSB stundaði hún nám á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2022. Að loknu námi hefur Rebekka unnið sem sjálfstætt starfandi danslistakona og hefur tekið að sér ýmis verkefni sem sýningarstjóri, danshöfundur og dansari, meðal annars sem sýningarstjóri danssýningar Unglistar og danshöfundur fyrir tónlistarmyndbönd og Hamraborg festival.
Rebekka hefur unnið sem kennari í Danslistarskóla JSB frá árinu 2021 en hún kennir ballett og tækni á grunnstigi og ballett og nútímadans á framhaldsskólastiginu. Meðfram danskennslunni starfar hún á skrifstofu JSB sem viðburðastjóri skólans.