jsb_logo

Um kennara

Sunneva Líf Albertsdóttir

Kennari

Um kennara

Sunneva Líf byrjaði að æfa jazzballett hjá JSB árið 2011 og útskrifaðist af framhaldsskólabraut árið 2017.

Síðan þá hefur Sunneva tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Klárað dansnám á nútímadansbraut við Balettakademien Stockholm, auk starfsnáms við Skånes dansteater og Íslenska dansflokkinn, sem og B.Sc. nám í sálfræði við Háskóla Íslands. En samhliða náminu hefur hún starfað við m.a. danskennslu og verkefnastjórnun.

Hún er auk þess með réttindi sem kennari í aðferðinni Dance for PD® eða danstímum fyrir fólk með parkinson og tengdar taugaraskanir, og hefur mikinn áhuga á bæði dansi sem heilsubót og velferð dansara og dansnemenda.

Sunneva kenndi ballett á grunnstigi JSB 2021-2022.
Hún hefur aftur störf hjá JSB vorið 2026 sem kennari í snertispuna á framhaldsskólabraut samhliða meistaranámi í Listum og velferð við Listaháskóla Íslands.