jsb_logo

Um kennara

Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir

Kennari

Um kennara

Þórunn Ylfa hefur starfað sem danskennari í rúman áratug. Hún hóf dansnám við Danslistarskóla JSB 6 ára gömul árið 2000 og úskrifaðist þaðan af nútímalistdansbraut árið 2011. Þórunn lauk BA- gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Í sköpunarverkum sínum leitast hún ávallt við að vinna að myndrænni framsetningu hreyfinga og er innblástur hennar að öllu jafnan hið huglæga og taugaheimur mannverurnar en einnig náttúran sjálf og hið yfirnáttúrulega.

Þórunn útskrifaðist vorið 2024 með meistarapróf og kennsluréttindi í listkennslufræðum frá LHÍ. Í meistararannsókn sinni kannaði hún listdanskennslu og áhrif hennar á velferð dansnemenda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig listdanskennsla mótar einstaklinginn, greina hindranir og áskoranir, ræða framtíðarsýn og nýjar áherslur. Árið 2025 lagði hún stund á uppeldis og menntunarfræðI hjá HÍ með áherslu á áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna.

Þórunn Ylfa kennir 1. árs framhaldsskólastigi nútímadans og 2.-3. ári spuna, ásamt því að starfa sem danskennari og grunnskólakennari í Valhúsaskóla.