jsb_logo

Listdansbraut – framhaldsstig

  • shape
  • shape
Listdansbraut – framhaldsstig

Lýsing á náminu

Listdansbraut JSB á framhaldsskólastigi er nútímalistdansbraut sem jafngildir listdanskjörsviði á listdansbraut til stúdentsprófs við Menntaskólann í Hamrahlíð.

Nám á listdansbraut er sérhæft dansnám sem miðast við námslok á hæfniþrepi 3 – 4 skv. skilgreiningu aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla.

Framhaldsskólar aðrir en MH geta metið dansnámið inn á námsbrautir sínar, eftir þörfum nemenda. Nemendum er þannig gefið svigrúm til að skipuleggja nám sitt sjálfir, þeir geta þá valið að nýta dansnámið sem hluta af stúdentsprófi eða öðru lokaprófi úr framhaldsskóla

Námið veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í listgreininni og er fyrst og fremst ætlað þeim sem stefna á að starfa við listgreinina eða tengd störf. Inntak námsins tekur mið af lykilþáttum aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla.

 

.

 Markmiðið er að byggja upp og efla hæfni nemenda með hliðsjón af lykilþáttunum þar sem hugtökin heilbrigði og velferð, lýðræði, jafnrétti, læsi, sköpun og sjálfbærni eru höfð í fyrirrúmi.

Að dansnámi loknu útskrifast nemendur sem stúdentar frá MH af listdansbraut. Að auki fá nemendur útskriftarskírteini frá Danslistarskóla JSB, náminu til staðfestingar.

Inntökuskilyrði

Hver sá er hugar að framtíð innan listdansins getur skráð sig í inntökupróf. Inntökuprófið hefur það markmið að velja nemendur m.t.t. hæfileika, hæfni og möguleika til framfara.

Skipan náms

Listdanbraut JSB býður upp á dansnám á jazz og nútímadanslínu. Í námskránni eru skilgreindir námsáfangar sem miða að því að nemendur fái fjölhæfa þjálfun í gegnum mismunandi danstækni og áherslur í áföngum þ.e. releasetækni (NTDA), Grahamtækni (NTDA), samtíma- og snertispunadanstækni (NTDA), jazzdanstækni (DJAS), klassískum ballett (KLAD), spuna (SPDA), danssmíði (DSMÍ) og dansverkum (PROJ). Þessar námsgreinar eru valdar til að gefa nemandanum tæki til þess að fóta sig í síbreytilegum heimi dansins. Þær eiga að opna hug hans fyrir mismunandi möguleikum nútímalistdansins, byggja upp sjálfstraust og hvatningu til framsækni, áræði og hugrekki til að skapa og leita á ný mið. Leitast er við að veita nemendum kjarngóðan undirbúning og sterkan grunn fyrir áframhaldandi listdansnám á háskólastigi.

Hluti af skipulagi námsins er uppsetning danssýninga. Haldnar eru veglegar útskriftarsýningar 3.árs nema ár hvert þar sem nemendur takast á við krefjandi uppsetningu á lokaverkefnum sínum í danssmíðum. Allir nemendur taka þátt í viðamikilli nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori undir formerkjum Nemendaleikhúss JSB og auk þess taka listdanbrautar nemar þátt í Unglist sem er sýning á vegum Hins hússins. Í gegnum undirbúningsvinnu sýningar og viðburðatengd verkefni fá nemendur ómetanlega þjáflun í sviðsframkomu, tjáningu, samstarfi og félagslegri færni.

Félagslíf

Árlega fara nemendur listdansbrautar erlendis annaðhvort í námsferð til Englands eða keppnisferð á Dance World Cup.

Starfrækt er nemendafélag á vegum listdansbrautar JSB. Að jafnaði eru sex nemendur í stjórn félagsins hverju sinni, eða tveir af hverju ári. Á vorin er kosning í stjórnina fyrir komandi skólaár. Nemendafélagið stendur fyrir allskyns viðburðum fyrir nemendur listdansbrautar. Helstu viðburðirnir eru busakvöld og árshátíðin. Aðrir minni viðburðir eru t.d. pizzapartý, bíókvöld, leikhúsferðir og sundferðir. Megin markmið nemendafélagsins er að skapa grundvöll fyrir nemendur til að hittast og eiga góðar samverustundir utan danssalarins og skapa þannig sterkari vinabönd.

Hér er Instagram síða nemó JSB

Í stjórn nemendafélags JSB 2024-2025 eru eftirfarandi nemendur:
Brynja Karen Hjaltested, Elín Víðisdóttir, Jóhanna Björg Baldursdóttir, Kristján Árni Ingólfsson, María Sara Hlíðberg og Victoría Uyen To Bui.

Nútímalistdansbraut – dreifing áfanga á 6 annir
16-19 klst á viku eða 15 einingar á önn.

91 F-eining til stúdentsprófs á listdansbraut MH.

Kennslugreinar 1. önn 2. önn 3. önn 4. önn 5. önn 6. önn
Klassískur ballett KLAD1GÞ05 KLAD1SJ05 KLAD2MF05 KLAD2NT05 KLAD3TS05 KLAD3HS05
Nútíma- og samtímadans NTDA2NR05/ NTDA2GN05 NTDA3GN05 / NTDA3NR05 NTDA3SD05 NTDA3SP05
Spuni SPDA2MH02 SPDA2LS02
Jazz DJAS1CS03 DJAS2CM03 DJAS3LS03 DJAS3BM03 DJAS4CJ03
Danssmíði DSMÍ2GD03 DSMÍ3MD03 . DSMÍ3KD04
Project/Jazz- og nútmadansverk PROJ2NA02 PROJ3NB02 PROJ4NC03