Skólareglur JSB
Danslistarskóli JSB leggur ríka áherslu á að nemendur haldi í heiðri eftirfarandi reglum:
- Bera skal virðingu fyrir samnemendum og kennurum.
- „Komdu fram við aðra líkt og þú vilt að komið sé fram við þig“.
- Nemendur skulu vera stundvísir. Tilkynna þarf seinkun til kennara í gegnum Abler appið.
- Tilkynna ber forföll í Abler. Hægt er að merkja við „mæti ekki“ og skrifa skýringu í athugasemd.
- Ef um langvarandi fjarveru er að ræða skal hafa samband við [email protected]
- Vel skal gengið um húsakynni JSB og hafa alla framkomu til fyrirmyndar.
- Ekki má neita matar inni í danssal.
- Farsímar eru ekki leyfðir í búningsherbergjum.
- Taka skal vermæti með sér inn í tíma. Allir sem koma með verðmæti í skólann gera það á eigin ábyrgð.
Klæðnaður nemenda í danstímum
Jazzballett
- Aðsniðinn bolur & buxur
- Jazzballettskór
- Hár greitt snyrtilega frá andliti
Ballett
- Ballettbolur
- Bleikar sokkabuxur
- Ballettskór
- Hár greitt í snúð
Nútímadans
- Langermabolur & buxur
- Nemendur dansa berfættir
- Hár greitt snyrtilega frá andliti
Hægt er að panta skólabúning JSB í afgreiðslunni.
Eineltisstefna Danslistarskóla JSB
Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið í Danslistarskóla JSB.
Reynt er að fyrirbyggja einelti og ofbeldi með hópefli í öllum hópum. Danslistarskóli JSB á að vera öruggur staður fyrir öll börn og skólastarfið okkar mótast af virðingu og væntumþykju.
Starfsfólki og nemendum/foreldrum ber að tilkynna grun um einelti til kennara eða skólastjóra strax og þess verður vart.
Þar sem eineltismál eru jafn ólík og þau eru mörg þarf stjórn skólans að vega og meta viðbrögð hverju sinni. Ef grunur er um einelti fylgist kennari með og skráir. Kennari og/eða skólastjóri ræða við meintan þolanda og geranda/gerendur til staðfestingar. Haft er samband við foreldra/forsjáraðila og þeir settir inn í málið.
Ef grunur um einelti er staðfestur gerir skólastjóri áætlun í samráði við kennara um hvernig tekið verði á málinu innan danshópsins.
Allir aðilar koma sér saman um leið að lausn málsins.
Ef ágreiningur verður á milli starfmanns og barns í Danslistarskóla JSB:
- Skólastjóri aflar sér upplýsinga um málið.
- Skólastjóri hefur samráð við foreldra og/eða kennara hvað gera skuli innan skólans.
- Foreldrar/forsjáraðilar barnsins sem málið varðar, kennarar og skólastjóri halda fund þar sem upplýst er um málið og næstu skref ákvörðuð.
Þórdís Schram, skólastjóri: [email protected]

